Stefán Sturla Sigurjónsson

03 nóvember 2006

Wasa teater

Eins og einhver ykkar vita þá sótti ég um leikhússtjórastöðu við sænskumælandi leikhúsið hérna í Vasa. Þetta er skemmtilegt svæðisleikhús eða "regionteater" http://www.wasateater.fi/. Í leikhúsinu eru þrír salir, stóra sviðið tekur um 280 áhorfendur, síðan er "black box" fyrir um 120 áhorfendur og svo lítill salur fyrir ca 60 áhorfendur. Aðbúnaður allur er eins og best verður kosið. Sett eru upp fimm til sjö verk á ári og farið í leikferðir með tvö þeirra. Eitt barnaleikrit fyrir leikskóla og grunnskólabörn og síðan verk fyrir eldri áhorfendur. Sýslurnar í Austurbotni eða "Österbottens region" standa að reksti leikhússins og því þarf leikhúsið að fara með sýningar út í félagsheimilin. Skemmtilegt fyrirkomulag. Því er það stjórn "kommunstyrelsen" sem ræður leikhússtjórann eftir tillögu frá leikhúsráðinu og starfsfólki hússins. Fimm umsækjendur voru valdir úr hópi umsækjenda til að mæta í viðtöl. Anna Allgulin, Seija Metsärinne, Tom Lindblom, Peter Snickars, og Stefán Sturla. Fyrst var mætt í ítarlegt viðtal þar sem leikhúsráðið og "kommunstyrelsen", eða u.þ.b. 30 manns, spurðu útí stefnumörkun, listræna sýn og rekstrarhugmyndir mínar fyrir leikhúsið. Ég kom vel undirbúinn í þetta viðtal, var búinn að setja upp nokkurskonar óskalista með leiksýningar og var með mótaðar hugmyndir varðandi reksturinn, mótelið klárt. Sem sagt gekk bara vel. Síðan fékk "personalen" skotleifi. Ég bjóst við að þar yrði ég að svara erfiðu og óvæntu spurningunum. En halló það var bara á tal. Um það bil 20 manns sátu í salnum. Ég byrjaði á að kynna mig og hvers vegna ég sækist eftir þessu starfi. Þögn... þá fór ég í að útlista fyrir liðinu minn bakgrunn. Þögn... reyndi að fá þau til að ræða um hvað er leikhús. Þögn... ég sagði frá mínum skoðunum og hvernig ég ætlaði að reyna að lokka listafólk og áhorfendur til Vasa. Þögn... svo kom spurningin. "Hverjir mundir þú segja að væru ókostir þínir?" Ég varð kjaft stopp, hló svo pínulítið. "Þarna komstu mér á óvart. Líklega sú spurning sem ég bjóst alls ekki við að ég yrði spurður að" svaraði ég. Eftir þetta viðtal eða öllu heldur eintal, sannfærðist ég um að hin pólitíska umræða sem legið hefur í loftinu um allan heim, að það vantaði konur í stjórnunarstöðu leikhúsa, hefði náð til Vasa. Reyndar sannfærðist ég svo algerlega þegar einn af umsækjendunum dró umsókn sína til baka tveimur dögum áður en leikhúsráðið opinberaði með hverjum það mælir í stöðuna. Sá sem dró umsókn sína til baka heitir Peter Snickars og er héðan frá Vasa. Hann hefur einu sinni verið leikhússtjóri við leikhúsið, reyndar voru þeir tveir saman þá, en Snickars starfar nú sem leikari og leikstjóri í leikhúsinu, s.s hann er einn af toppunum í kulturlífi Vasaborgar. Ekki allt búið enn, Seija Metsärinne er nefnilega gift fyrrum leikhússtjóra Wasa teater, en maðurinn hennar var leikhússtjóri með Peter nokkrum Snickars. Það er reyndar orðin vani hjá Hr. Snickars að hætta við á síðustu stundu. Það gerði hann líka fyrir þremur árum þegar ráðinn var leikhússtjóri við Wasa teater. Leikhúsráðið og starfsfólkið hefur mælt með konu og hverri haldiði? Jú, jú hverri annari en Seija Metsärinne. Þann 8. nóv mun síðan Kommunstyrelsen staðfesta / ráða næsta leikhússtjóra. Það hefur aldrei gerst hér, að ekki hefur verið farið eftir tillögu leikhússráðsins. Þannig er nú það. Það eru því sterkar líkur fyrir að ég verði ekki næsti leikhússtjóri sænskaleikhúsinu hér í Vasa. En hver veit nema ég eigi eftir að vinna við leikhúsið hérna. Það kæmi mér nú ekki á óvart. Það leggst alltaf eitthvað til. Nú þegar er ég búinn að ráða mig sem kennara við listadeild háskólans hérna og verð með einn kurs um barnaleikhús í feb-mars.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim