Stefán Sturla Sigurjónsson

06 nóvember 2006

Leikhús fyrir börn, hvað er það?

Allar þjóði sem við íslendingar berum okkur saman við hafa skilgreint þessa spurningu. Sumum virðist þessi spurning kanski nokkuð létt. En er hún það í rauninni? Það finnst mér ekki og hef þó helgað listaferli mínum að mestu barnaleikhúsi. Ég tel því að hjá Menntamálaráðuneytinu ætti að finnast doðrantur þar sem sviðslistir eru skilgreindar. Þá er um leið komin ákveðin krafa eftir hverju fagráð eigi að vinna, s.s leiklistaráð o.fl. Einnig mundi það setja kröfu á hvernig úthlutunum styrkja til sviðslista yrði ráðstafað. Þetta er því gríðarlega mikilvægt þegar litið er til þess að barnamenning hefur alltaf verið fjársvelt af opinberum aðilum. Eins og hún sé ekki eins mikilvæg og menning fyrir þá fullorðnu. Barnamenning er því menning fyrir litla, eða lágmenning. Þetta er sorglegt og óþolandi viðhorf. Ég get fullyrt þetta því hvenær hefur t.d. leiklistarráð úthlutað meirihluta upphæðarinnar af þeim peningum sem það hefur til úthlutunar, til barnasviðslista? aldrei, en helmingnum? aldrei. En þau eru nokkur árin sem barnasviðslist hefur ekki fengið eina einustu krónu í styrki. Ég legg því til að í ár verði eingöngu veittir peningar til barnasviðslista frá leiklistarráði og reyndar líka þeim peningum sem Reykjavíkurborg úthlutar til sviðslista.

1 Ummæli:

  • Þann 11:04 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Velkominn í bloggheiminn elsku pabbi :)
    Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim