Saga jólasveinsins, trölla og álfa – stóriðja Íslands
Saga jólasveinsins er makalaust fyrirbryggði. Þjóðir heimsins eiga flestar einhvern bakgrunn eða frumjólasvein, eins og ég hef stunum kallað það. En í upphafi er jólasveinninn ættaður frá evrópu eða litlu Así þar sem nú er Tyrkland. Fyrirmynd jólasveinsins er biskup sem hét Nikulás og var uppi í lok þriðju aldar og byrjun þeirrar fjórðu. Nikulás biskup gekk alltaf í kufli og þaðan kemur klæðnaður jólasveinsins sem við þekkjum. En það má finna tengingu um hann til Íslands. Því Goðdalir í Vesturdal er talið meðal höfuðbóla frá fornu fari og kirkjan þar var helguð Guði og heilögum Nikulási. Hann er verndari sjómanna og ungra barna. Tákn hans eru akkeri, tvö eða þrjú brauð, þrjár gullstangir og kaleikur með þremur börnum. Dagur hans var 6. desember þjóðhátíðardagur Finna, – þar kemur tengingin við jólasveininn í Korvatunturi, stóriðju í norður Finnlandi –. Sankti Kláus – betur þekktur sem jólasveinninn – er amerísk afbökun af heilögum Nikulási, eða sankti Nikulási gjafmilda biskupsins frá Mýru. Sagnir af íslenska jólasveininum og Grýlu má finna allt aftur til 15. aldar. En eins og flestir vita hefur karakterinn breyst talsvert, þó mest eftir að ameríski coca cola jólasveinninn kom fram um 1963. En upphafið að þeim jólasveini má rekja aftur til 1822 þegar bandarískur guðfræðingur, Clement Clarke Moore að nafni, var á leið heim til New York í sleða sínum eftir að hafa sótt markað utan borgarinnar fyrir jólin. Á leiðinni dundaði hann sér við að semja ljóð sem ætlunin var að gefa börnum hans sex í jólagjöf. Og í því ljóði, þarna á sleðanum í snjókomunni, varð Santa Claus til. Það var svo ekki fyrr en 1844 að ljóðið birtist með nafni höfundarins og þá undir titlinum "The Night before Christmas". Það varð strax vinsælt og festi sig fljótlega í sessi sem sígilt jólaljóð, dæmigert fyrir viktoríanska jólastemmingu. Í dag er jólasveinnin "maskott" jólanna allstaðar í heiminum. En hvert land hefur sinn sið. Hins vegar finnst hvergi í heiminum nema á Íslandi heil jólasveina fjölskylda. Annarsstaðar er hann yfirleitt óskilgetinn einbúi. Hann er gjafmildur, góður, laginn og yfirleitt söngelskur en algerlega húmorslaus. Nema sá íslenski. Ég tel það vera vegna þess að fyrr á öldum yfirfærðum við íslendingar evróspska trúðinn á jólasveininn. Á Ísland er hefðin fyrir leikhúsi mjög ung og nánast engin fyrir götuleikhúsi eða trúðum. Nema í gegnum jólasveininn. Ég tel því íslenska jólasveinninn blöndu af hinum heilaga Nikulási, evrópska trúðnum en ekki hvað síst íslenskum tröllum. Ég er sannfærður um það að ef ríkistjórn þessa lands legði pening í að gera Ísland að landi jólasveinsins, trölla og álfa með stórkostlegri útfærslu og með miklum peningum í alvöru uppbyggingu jólastaða og ævintýrasvæða víðsvegar um landi yrði það meiri, öflugri og arðbærari stóriðja en nokkur önnur stóriðja sem reyst hefur verið á landinu. Allar stórstjörnur heimsins, íþrótta-, tónlistar-, og leiklistarstjörnur flykkjast til Korvatunturi í Finnlandi. Þýski ferðaiðnaðurinn um jólin er gífurlega stór og japanir og kínverjar sem ferðast mikið sækja allan ársinshring í ævintýri í norðri. Jólasveinninn, tröll og álfar auk norðurljósanna og miðnætursólarinnar er án efa það sem drægi einhver prósent af þessum risastóra markhópi til landsins. Engin stóriðja sem ríkisvaldið hefur staðið fyrir á Íslandi getur nokkurntímann átt möguleika á þeim arði og líftíma sem þessi hugmynd getur gefið af sér. Einhvernveginn svona sagði Laxnes „Til að vera alþjóðlegur, þarf fyrst og fremst að vera þjóðlegur“. |
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim