Indislegur morgun.
Indislegur morgun. Fjölskyldan vakti mig með gjöfum og heitum morgunmat. Það er nefnilega "farsdag" í dag, eða dagur pabbans. Prins Adam og prinsessan Anna voru búin að gera gjafir í skólunum sínum. Svo voru indisleg kort frá þeim sem fylgdu. Í kortinu frá prinsessunni hafði hún verið spurð;
Hvað heldur þú að pabbi gerði ef hann væri kóngur?
– Hann mundi laga mat!
Ef þú ættir gullkistu fulla af peningum, Hvað mundir þú þá gefa pabba?
– Hálsfesti og kross.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með pabba?
– Leika... í lego og með dúkkurnar og með Lísu!
Adam skrifað sjálfur á kortið frá sér. Þar má greina að hann blandar aðeins saman stöfunum úr sænsku og íslensku. Fyrir þá sem ekki vita þá er o í sænsku sama og ú í íslensku. Þetta skrifaði Adam:
Elsku papi kvaþ vilt þo gera í dak.
Er þetta ekki frábært? Ég verð að taka það fram að Lísa er ein af uppáhalds dúkkunum hennar Önnu. Það er sterk hefð fyrir þessum degi hérna í Finnlandi. Öll börn, ung og eldri, gera eitthvað fyrir pabba sinn þennan dag. Allir reyna að hitta hann eða að minstakosti hringja og spjalla. Tengdó koma til okkar í dag og fá lambalæri Ala Ísland... en hér er mjög erfitt að fá lambakjöt og fæst næstum aldrei í búðum. Ég var ekki lengi að þefa uppi fjárbónda sem seldi mér einn skrokk, Ég á ekki von á að geta fengið meira lambakjöt í vetur. Þarf því að spara til jólanna. Kanski markaður fyrir lambakjöt í Finnlandi?
1 Ummæli:
Þann 1:16 f.h. , Nafnlaus sagði...
Eslku pabbi, til hamingju með daginn. Ég hlakka til að fá lambakjöt um jólin.Kossar og knús til allra
Þín Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim