Ábyrgð stjórnmálamanna.
Demokratar vinna kosningar í USA. Hvað þíðir það fyrir venjulega manneskju t.d. í Evrópu? Veit það ekki! Stjórnmálaspekingar um allan heim keppast við að ráða í spilin og sitt sýnist hverjum. Þó eru flestir sammála að einn mesti hernaðarforseti og stríðsherra Bandaríkjanna fyrr og vonandi síðar er nú hálf máttlaus á valdastóli sínum. Eftir ósigurinn sagði forsetinn að hann hafi verið kosinn til að verjast árásum á Bandaríkin. Þessi orð sína hverskonar mann forsetinn hefur að geyma. Hugmyndafræði þessa manns er ekki vaxin úr hausnum á honum, heldur frá byssunni sem liggur undir kodda hans. Bandaríkjamenn verða að eiga óvin til að halda ríkjunum saman, hefur einhversstaðar verið sagt. Fyrst voru það indíánar, síðar kommunistar og nú eru það terroristar. Skæruhernaður að hætti terrorista (voru kallaðir skæruliðar þegar ég var yngri) er jafn gamall mannkynssögunni. Með því að berjast gegn þessum öflum magnast þau eins og pestin. En ef þau fá ekki athyggli og eru upprætt innanfrá hefur þeim síður orðið ágengt. Hvers vegna? Vegna þess að þau nærast á almannaáliti, framleiðendum stríðstóla og hatri, en hafa ekki landamæri. Berjast því þar sem helst er hægt að magna upp hatur. Því er eina leiðin að uppræta hatrið en ekki magna það, eins og glæpamennirnir í Pentagon hafa gert. Nú er óhætt að segja glæpamenn því hönnuður Iraksstríðsins getur átt von á að vera dæmdur fyrir stríðsglæpi. Já hvaða áhrif skildu nú kosningar í USA hafa á okkur evrópubúa, já og allan heiminn? Vonandi er þetta fyrsta skrefið að virðing fyrir skoðunum, trú og tjáningarfrelsi manna verði grundvöllur að samskiptum en vopnin verði látin þagna. Er þá ekki komið að því að þeir tveir sem ákváðu að allir Íslendingar styddu innrás og hernað Bandaríkamanna í Irak, verði látnir sæta ábyrgð gerða sinna og leiddir fyrir dómstóla? Og þeir sem nú sytja á Alþingi afturkalli þennan stuðning? |
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim