Stefán Sturla Sigurjónsson

08 nóvember 2006

Kvennleg ákvörðun

Í dag mun stjórn „kommunstyrelsen“ í Vasa ákveða hver verður næsti leikhússtjóri Wasa teater. Reyndar er þetta bara formsatriði að mér skilst. Því leikhúsráðið og starfsfólk hússins hefur skilað inn meðmælum með leikkonunni Seija Metsärinne. Það eru ákaflega litlar líkur á að stjórnin taki aðra ákvörðun en að staðfesta ráðningu Metsärinne. Umræðan hér í Finnlandi hefur verið eins og víða annarsstaðar í Európu. Að það þurfi fleiri konur til að stjórna leikhúsum álfunnar. Vona bara að það leiði ekki til aðskilnaðar kynnjanna. Kvenna- og karlaleikhús, hljómar afskaplega óspennandi. Góður stjórnandi hlítur að vera skipulagður, framsýnn, hagsýnn og samvinnuþíður við bæði kynin. Því held ég að það sé rangt að láta kynferði ráð vali, en skil og stið jafnréttis- og jafnræðishugmyndina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim