Myndin hér að ofan er af prinsinum og prinsessunni minni á Vasklotbron í Vasa í ágúst s.l. Þau eru náttúrulega bara æði. Í dag er logn og glampandi sól með frosti og hafið byrjað að leggja. Hérna í Vasa er vetur vetur og sumar sumar. Vasa er einum 300 kílómetrum sunnar en Reykjavík. Ég las í morgun í Vasablaðinu að búið er að ganga frá ráðningu leikhússtjóra við Wasa teater. Ráðningin kom engum á óvart. Seija Metsärinne var ráðin til þriggja ára með möguleika á framlengingu um þrjú ár. Nú er bara að óska henni til hamingju með starfið og bjóða fram krafta sína. Enda er ég heimavinnandi leikararithöfundur sem leitar að leikstjórnarverkefni ef hann fær ekkert hlutverk til að leika í einhverju leikriti í einhverju leikhúsa... en er að klára ævintýraleikritið ALINU og vinn að nýrri leikgerð um Gosa fyrir tvo leikara og brúður og er byrjaður á hitt musicali. Öll eiga þessi verk eftir að verða ódauðleg og höfundi sínum til mikils sóma. Heyrði svo í útvarpinu að stór og mikill bangsi sé á röltinu í litlum bæ einhversstaðar fyrir austan. Fólki er ráðlagt að fara ekki út að óþörfu og um 20 manns eru með alvæpni og með heimild til að skjóta geri hann sig líklegan til að ráðast á fólk eða nálgast miðbæinn um of. Annarsstaðar við austurlandamærin hefur röð vöruflutningabíla heldur styst. Er núna ekki nema um 30 kílómetralöng. Var í gær um 50 kílómetrar. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand í marga mánuði. Annars bara allt gott að frétta frá okkur hérna í Finnlandi. |
1 Ummæli:
Þann 10:57 e.h. , Nafnlaus sagði...
hæ hæ elsku pabbi, þetta eru nú meiri snúllurnar þessir ormar mínir. En nú er ég í vondum málum þar sem að nýja fína tölvan mín var að bila. Vona að þetta verði lagað sem fyrst.
kv.Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim