Stefán Sturla Sigurjónsson

21 nóvember 2006

Látum símann ekki hringja út.

Um helgina var kveikt á stórajólatrénu á torginu í Vasa. Það er sem sagt búið að hringja inn jólin í landi jólasveinsins, eins og Finnar vilja meina að landi þeirra sé. Ég hef náttúrulega lagt áherslu á að fjölskyldan býr á Íslandi. Engin önnur þjóð á foreldra jólasveinanna eða getur rakið ættartré þeirra. Þá er náttúrulega spurningin eru þetta jólasveinar eða tröll sem hafa innleitt boðskap jólanna og gert að sínum. Í öllu falli eru þessir þrettán piparsynir Grýlu og Leppalúða tröllabörn. Finnski jólasveinninn er óskilgetinn og á ekki annan bakgrunn en að vera jólasveinn. Þrátt fyrir það komu um 400 þúsund einstaklingar til Korvatunturi í desember til að sjá jólasveininn. Markaðsetningin er frábær í samvinnu við Finnair, sem málar nokkrar flugvéla sinna með jóla- og jólasveinamyndum. 400 þúsund manns... og það er búið að byggja tvo alþjóðaflugvelli við borgina til að þjóna þessari traffík, sem reyndar er stöðug allt árið en lang mest að sjálfsögðu um jólin. Ég efa ekki að til dæmis Skagafjörður gæti byggt upp ferðaþjónustu á íslenskri "mystic". Kynni mín af þjóðum er sú að einstaklingar víðast hvar í heiminum eru búnir að tapa þessari tengingu við náttúruna. Enda nútímamaðurinn alinn upp í stórborgum. Þar sem náttúran eru háhýsi, malbik og bílar. Nú sjáum við að flestar kvikmyndir og þá sérstaklega amerískar eru að reyna að fylla í þetta skarð. Hringurinn, Harry Potter, Sjóræninginn, Pétur Pan og margar fleiri um álfa og jólasveina ég tala nú ekki um tröll. En við Íslendingar sitjum og látum símann hringja út. Milljónir einstaklinga þyrstir í þessar sögur og kynni við það óþekkta. Svörum í símann og gerum Ísland að lifandi sögueyju eins og land og þjóð er þekkt fyrir um allan heim.

2 Ummæli:

  • Þann 1:42 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Elsku pabbi..... það mætti halda að þú værir að hjálpa mér við ritgerð í skólanum ;)
    þín Sandra

     
  • Þann 8:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Við höfum kannski áhuga á sama málefni.... Pabbs

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim