Fallegar byggingar
Þessi vika er full af menningu í Vasa. Hér stendur yfir öflug kultur vika og svo er norræna bókasafnavikan í fullum gangi. Höfundar allstaðar að frá norðurlöndunum koma og kynna bækur sínar og skrif. Í dag kemur Andri Snær til Vasa og mun tala í Borgarbókasafninu á morgun. Ég mun sína honum hvað Vasabúar hafa gert við gamla iðnaðarbæinn sinn. Hér voru mörg stór iðnaðarfyritæki með háum eiturspúandi strompum og stórum byggingum. Iðaðarfyrirtækin eru að mestu farin en eftir standa byggingarnar. Vasa er nú orðinn háskólabær og gömlu byggingarnar sem stóðu tómar eftir að hafa hjálpað til við að rétta við fjárhag landsins eftir seinni heimsstyrjöldina, þjóna nú enn stærra hlutverki og mun arðbærara hlutverki en áður. Því flestar þessara bygginga þjóna nú skólafólki, háskólar og aðrar menntastofnanir hafa fengið inni í þessum stóru fallegu tigulsteinshúsum. En eins og flestir vita þá leggja Finnar nú mikla háherslu á að menntun og að hugvit einstaklingsins sé það dýrmætasta sem þjóðin á. Finnar reyna ekki að draga til sín gamlar afdankaðar hugmyndir um álver eða önnur eiturspúandi glæpafyrirtæki. Það er einhvernveginn ekki til staða í hugsuninni, þjóðarsálinni. Nútíminn og framtíðin er miklu raunverulegri en það fyrir Finnum. Þeir hafa byggt upp menntun þjóðarinnar og efnahagskerfi án þess að missa niðrumsig fyrir erlendum glæpafyrirtækjum.
1 Ummæli:
Þann 4:30 e.h. , Nafnlaus sagði...
já glæpafyrirtæki og ekki glæpafyrirtæki...má deila um það.
En já fallegt er í finnlandi, það geta allir verið sammála um það :)
Heyrumst svo á sunnud. og sjáumst á mánud. er þaggi?? :)
Kv. Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim