Loftmengunarkeppni
Getum við sagt að íslensk stjórnvöld séu heimsk? Ég held það. Í staðin fyrir að drag úr mengun keppast nú íslensk stjórnvöld við að uppfylla aukaákvæði Kyoto samkomulagsins, hins svokallaða íslenska ákvæðis. Á vísinsvefnum má lesa eftirfarandi; Ísland fullgilti Kyoto-bókunina þann 23. maí 2002. Það sem gerir smáþjóð eins og Íslandi erfitt með að hamla losun á gróðurhúsalofttegundum er hversu einstök verkefni geta haft mikil hlutfallsleg áhrif á heildarlosunina. Vegna þessa fól var í Kyoto-bókuninni sérstakt ákvæði (ákvörðun 14/CP.7) fyrir lítil hagkerfi sem kallað hefur verið íslenska ákvæðið. Íslenska ákvæðið gerir ráð fyrir því að koltvíoxíðlosun frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvera, sem hefur starfsemi eftir 1990 og leiðir til meira en 5% aukningar í losun á fyrsta skuldbindingar tímabili bókunarinnar (2008-2012), verði haldið utan við losunarskuldbindingar bókunarinnar eftir að losunarheimildir viðkomandi lands hafa verið fullnýttar. Ákvörðunin nær aðeins til þeirra ríkja sem losuðu minna en 0,05 % af heildarkoltvíoxíðlosun iðnríkjanna 1990. Auk þess voru sett ákveðin viðbótarskilyrði. Meðal annars er gerð krafa um notkun endurnýjanlegrar orku, að notkun hennar leiði til samdráttar í losun á heimsvísu, besta fáanlega tækni sé notuð og að bestu umhverfisvenjur séu viðhafðar við framleiðsluna. Samkvæmt Kyoto-bókuninni og útfærslu hennar gagnvart Íslandi eru útstreymisheimildir Íslands tvíþættar: Í fyrsta lagi skal almennt útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, það er vera innan við 3.100 þúsund tonn koltvíoxíðígilda árlega að meðaltali 2008 til 2012. Í öðru lagi skal koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 ekki vera meiri en 1.600 þúsund tonn árlega að meðaltali árin 2008-2012. Samkvæmt þessu eru íslensk stjórnvöld nú í keppni um að fá hvaða lákúrufyrirtæki sem er til landsins og menga sem mest uppí þennan kvóta. Ég spyr nú bara er hægt að leggjast lægra? |
1 Ummæli:
Þann 8:09 e.h. , Nafnlaus sagði...
Ég gæti ekki verið meira sammála þér! útí hött alveg.
en já vildi bara kvitta fyrir mig hérna.
Hlakka til að sjá þig á mánud. hvenær kemuru?
Bestu kv. frá Sollu
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim