Prinsinn 7 ára
Prins Adam orðinn 7 ára. 19. nóvember fyrir sjö árum fæddist þessi indislegi drengur. Mamman þurfti að hafa töluvert fyrir því að koma honum í heiminn,því hann lét bíða eftir sér. En hann er eina barnið mitt af fjórum, sem hafði þann háttin á. Stelpurnar mínar þrjár komu heldur á undan áætlun. Frumburðurinn Sandra Björg var 6 merkur, Sólveig sem er alnafna ömmu sinnar 4 merkur hún gat sofið þversum í skókassa. Anna Alina er yngst kom mánuði fyrir tímann í öllu stressinu þegar Spurningaspilið Ísland var að koma út árið 2002. Allt eru þetta indislegir snillingar. Undanliðnir dagar hafa verið lengi að líða. Á laugardaginn stakk Adam uppá því að við biðum ekki lengur og héldum veisluna þann daginn. Um kvöldið þegar við lágum í rúmminu hans og spjölluðum sagði hann, "pabbi það er svo skrítið með tímann hvað hann getur verið lengi að líða..." og bætti svo við, "af hverju skildi nóttin alltaf vera svona löng"? En að sjálfsögðu koma afmælisdagurinn 19. nóvember eins og venjulega, árlega. 10 strákar komu í drauga-afmælisveislu, vinir og skólafélagar Adams. Það var mikið líf, en þessir tveir veislutímar liðu hratt við nammikistuleit, köku veisluborð A'la Petra og draugasögur. Þar kom pabbinn pínulítið við sögu. Allir strákarnir settust inn í saunaklefa (sem að sjálfsögðu er standart í öllum íbúðum í Finnlandi) sprittkertin gáfu draugalega birtu og við strengdum lak fyrir dyrnar. Síðan var kerti á bakvið og strákarnir horfðu á skuggaleik um leið og sagan var sögð. Ekkert hjarta brast, en nokkur slógu töluvert hratt. Í morgun þegar prinsinn mætti í skólann komu svo allir strákarnir á móti honum og þá var líf. Þetta eru hetjur og hugurinn fyrir framtíðinn mikill. |
1 Ummæli:
Þann 9:48 e.h. , Nafnlaus sagði...
Ég vildi að ég hefði verið þarna. Hljómar ótrúlega skemmtilegt :)
knús til allra Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim