Landið í Atlandshafi
Í Vasa var Juha Tammenpää að opna myndlistasýningu. Þar er þessi mynd ein af mörgum. Hún heitir "Landið í Atlandshafi" (þýðing StStS). Hvað gæti svona mynd heitið annað? Landið sem sýnir hvalinn, landið sem veiðir hvalinn, landið sem lifir á hvalnum... Mér finnst þessi mynd bara algert brill..., ég verð nú bara að segja það... og langaði til að deila henni með ykkur. Þótti gott að hvalurinn var svartur en ekki hvítur, eins og Moby Dick. Hann fór svo illa með áhöfnina á Pequod. Svarti hvalurinn fer vonandi ekki svona illa með landið í Atlandshafi. |
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim