Stefán Sturla Sigurjónsson

28 nóvember 2006

Kaldur klaki

Jæja þá er ég kominn til Íslands. Allt í lagi með það. Klakinn svipaður og hann hefur verið. Kaldur og lognið svolítið kröftugt eins og vant er. Ég fékk smá sjokk þegar ég fór að skoða verðmiða á hinum ýmsu vörum á Íslandi. Hvaða vitleysa er þetta á verðlagningu hérna??? Skil þetta ekki. Matur, drykkir, föt... allt er 20 til 50 % dýrra en í Finnlandi. Hvað um það þetta er samt flott land. Ég er búinn að fara í bíó og sjá Bond, flottur. Ætla á Pétur Gaut og sá Mýrina, sem sagt að skoða verkin hans Baltasar. Já, já nóg að gera... Æfa og leika um allt. Sakna samt alveg svakalega Petru, Adams og Önnu. Þetta geri ég aldrei aftur meðan þau eru svona ung. Vera ekki heima hjá mér á aðventunni... bara rugl.

1 Ummæli:

  • Þann 9:31 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Þú getur komið í sveitinni til stóru stelpunnar þinnar.... Henni finnst gaman að hafa þig hjá sér á aðventunni :)

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim