Stefán Sturla Sigurjónsson

29 desember 2006

Hús í Sundom


Dagurinn í dag er afskaplega fallegur. Heiðskír himinn, logn og sól, frostið 2 til 3 gráður. Er hægt að biðja um fallegri vetrarmorgun? Reyndar finnst mörgum heimamönnum vanta snjó og ís á sjóinn. Aldrei í sögu veðurmælinga hefur desember verið jafn heitur, í Helsinki mældist hitinn 3° í plús að meðaltali. Elstu menn muna ekki eftir því að það sé ekki manngengur ís á sjónum um jólin. En ég er glaður, þetta eru búin að vera einstaklega falleg jól. Við ætlum að fara í dag og skoða lóð í Sundom sem er úthverfi frá Vasa, sveit í borg. Þar stendur okkur til boða stór lóð og 170 fermetra hús sem er búið að teikna á hana, bílskúr og alles fyrir um 22 millur íslenskar, allt frágengið til afhendingar í sumar, bara að flytja inn og slá grasið.
Húsið á myndinni er mjög líkt því sem við erum að spá í.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim