Stefán Sturla Sigurjónsson

27 desember 2006

Sálin full af friði???


Jólin liðin og maginn fullur af mat, sálin af friði og hirslur af gjöfum. Þannig eru hin friðsælu jól. Um þessi jól langiði okkur Petru að gera eitthvað sérstakt. Allar þessar gjafir og kaupgleði, finna eitthvað flott og skemmtilegt. Hef frétt af börnum sem fá forgjafir (í skóinn) sem maður tímir varla að kaupa, GSM síma og sjónvörp, eitthvað sem á ekkert skilt við kærleika, frið og gleði. Hvaða vitleysa er þetta? Það hlítur að vera einhver annar tilgangur með jólunum en að kaupa sér frið og sálarhjálp með því að hlaða á börnin sín rándýrum gjöfum. Er ekki einmitt tími jólanna góður til að velta fyrir sér hvað sé að gerast í heiminum? Illskan, ójöfnuður og stríðsbrölt hinna stóru og sterku með stuðningi Íslendinga. Hvað get ég gert?

Við Petra ákváðum að gefa öðruvísi gjöf frá fjölskyldunni, í ár. Við ætlum að gerast stuðningsforeldrar við eitt barn í hinum fátæka heimi. Styðja það til náms, til þess að lifa. Við hvetjum einnig alla vini og vandamenn að gera slíkt hið sama.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim