Minnisvarði Ala Perlan
Ráðstefnuhöll og tónlistarhús á hafnarbakkanum sem hýsir óperuna. Glerhús sem tekur á móti vestan sjórokinu í Reykjavík. Gáfulegt. Risabygging að hætti milljónaþjóða. Undarleg ráðstöfun. Þeir segja; loksins loksins, loksins er að koma almennilegur salur til að flytja tónlist. Ég segi feilskot úr glerhúsi. Hvað haldiði að það kosti á daga að halda þessu húsi hreinu, jafnt að innan og ég tala nú ekki að utan, eftir sjávarsaltið á hafnarbakkanum? Þeim datt ekki einusinni í hug að byggja glerhús í logninu í Sydney.
Salurinn í Kópavogi er löngu búinn að sanna sig. Salur sem er akkúrat af réttri stærð, fyrir leigusal. Óperan þarf ekki 1500 manna sal. Það er nógu erfitt að halda úti 450 manna sal Óperunnar í dag. Hver þarf þá 1500 manna sal. Tónleikahaldarar? NEI! þeir þurfa minni eða miklu stærri. 1500 manna salur er einhver óhagkvæmasta stærð sem til er í rekstir sýningasala. Ég tala nú ekki um á markaðssvæði eins og Ísland er. Nálægar þjóðir flykkjast ekki til landsins á tónleika, ekki láta ykkur dreyma um það. Hvaða stórmennsku brjálæði er þetta?
Ríkið á lóðir allt í kringum Þjóðleikhúsið. Mín tillaga er að byggja veglega við það óperusal með góðu sviði og stóru hliðarsviði sem væri samtengt hliðarsviði leikhússins. Þannig myndaðist stórt og gott hliðarsvið. Sameiginleg miðasala, skrifstofuaðstaða, matsalur og almenningur. Einnig yrði hugsað fyrir góðri byggingu á leikmynda- búninga- og leikmunaaðstöðu. Ég held að það sé enþá tími til að hætta við þessa ófreskju við höfnina. Þetta verður minnisvarði í líkingu við Perluna, flott, en ógjörningur að reka.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim