Stefán Sturla Sigurjónsson

30 desember 2006

Ísland til sölu


Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé hægt að reka æðstu menn stjórnsýslunnar. Ég man ekki eftir að sendiherrar hafi verið reknir úr starfi, í mestalagi færðir til eða kallaðir heim í sér verkefni. Seðlabankastjórar sitja til elliáranna í musteri, óhagganlegir að virðist. Menn með vilja og orku þrífast ekki í seðlabankanum, enda dauð stofnun fyrir svo lítið efnahagskerfi sem íslenska hagkerfið er, Seðlabankinn og stjórar þar innan dyra, verða að vinna með efnahagskerfinu ekki gegn því. Þar er þó maður núna sem sytur í stóli stjórans og getur ekki slitið sig frá einræðishgsunum sínum og trúir því að allt sem hann segir og geri sé hinn eini stóri sannleikur. Telur sig geta stjórnað efnahagslífi þjóðarinnar í gegnum Seðlabankann. Sennilega hugmynd sem hann hefur af langri reynslu sem forsætisráðherra. Með ótrúlegum yfirlýsingum undanfarið og tilburðum til að hafa áhrif á; ákvörðun stjórna fyrirtækja, pólitík og fjármálastefnu ríkisvaldsins, þykir mér tímabært að skoða ráningasamning þessa valdasjúka manns sem greinilega telur stól seðlabankastjórans, æðstann á Íslandi um þessar mundir. Víxlverkanir stýrivaxtahækkanna Seðlabankans gera ekkert annað en grafa undan sjálfstæði einstaklinga, fyrirtækja og ég tala nú ekki um sjálfstæði þjóðarinnar. Hið eina rétta til að styrkja sjálfstæði Íslands og koma í veg fyrir að erlendir bankar eignist eyjuna, vegna alltof hárra vaxta, er að ganga í EB og taka upp Evruna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim