Harens år í Vasa teater
Ég fór í leikhús um helgina, sem er svo sem ekkert nýtt fyrir mig. Sá uppsetningu á leikgerð eftir bókinni Harens år. Ég hef ekki lesið bókina en það hefur Petra gert og vildi ekki fara með mér, hrædd um að skemma upplifunina af bókinni sem var frábær segir hún. Ég verð að geta þess að uppsetningin hefur ekki fengið neitt sérlega góða dóma. Bókin er finnsk eftir Arto Paasilinna og kom út árið 1975, strax tveimur árum seinna var gerð kvikmynd eftir henni í leikstjórn Risto Jarva sem lést í bílslysi áður en hann sá myndina á hvítatjaldinu. Arto Paasilinna er einn þekktasti höfundur Finna og hafa bækur hans selst í milljónum eintaka. Harens år hefur verið þýdd á yfir tuttugu tungumál, og fjallar um hvað einn atburður eins og að keyra á héra getur gerbreitt lífi manns. Höfundur bókarinnar hefur einstakt lag á að blanda saman djúpum tilfinningum og kómík. Því miður hafði leikstjórinn Peter Snickars ekki vald á þessu, í þessari uppsetningu að minnsta kosti. Kómíkin yfirkeyrð og dýptin náði ekki til hjartans. Uppsetning var semsagt flöt og hugmyndasnauð í afskaplega óþénanlegri leikmynd, sem leikstjórinn er skrifaður fyrir. Hann tekur það fram í leikskrá að hann telji sumar bækur eigi ekki að leikgera. Ég get tekið undir þetta. En fyrst og fremst verða listamenn að vera sannir sjálfum sér og leikstjórar sannir þeirri sögu sem þeir ætla að segja.
1 Ummæli:
Þann 8:23 e.h. , Nafnlaus sagði...
Það er reyndar búið að þýða Harens år yfir á íslensku og heitir þá Ár hérans, að mig minnir.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim