Stefán Sturla Sigurjónsson

18 janúar 2007

Menningarvika í Vasa


Lífið gengur og gengur. Petra búin að taka að sérkennslu svona í hjáverkum við gagnfræðaskólann í Petalax. Þetta er námskeið í norrænum fræðum, mjög spennandi og einmitt það sem hún hefur mikinn áhuga á, tengist upplýsingaöflun af netinu ect. Hún verður með einn til þrjá kennslutíma á dag í mars. Auðvita passar þetta vel inní námið hjá henni því það má segja að þetta sé praktiskt nám. En þetta bætist við þær 35-40 einingar sem hún ætlaði að taka til vors...
Ég handsalaði samning um uppsetningu á "Bláa hnettinum" eftir Andra Snæ, við Borgarleikhúsið hér í Vasa (finnskumælandi) vorið 2009. Já þeir kunna að skipuleggja sig hérna í Finnlandi. Leikhússtjórinn Markus Packalén, kom með þá hugmynd að hafa íslenska menningarviku, vikuna sem frumsýna á Bláa hnöttinn. Það er búið að tala við alla deildarstjóra listastofnanna hér í Vasa og einnig borgarstjórann. Þessu hefur verið vel tekið. Ég er að byrja að kanna vilja íslenskra stofnanna að vera með. Það er ekki ætlunin að búa til einhverja risa menningarhátíð heldur skemmtilega kynningu á Íslandi og íslensku listalífi.

2 Ummæli:

  • Þann 10:09 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hæ hæ

    Til hamingju Petra mín með kennsluna og þú líka pabbi minn með uppsetninguna á Bláa hnettinum.

    Ég er buin með nýja flík...ef þið viljið ath það hi hi

    Annars gengur allt sinn vanagang hér á Íslandi...bara lítið hægt að gera þegar maður er í skólanum frá 8-18 flesta daga :)

    Kossar og knús til allra og sérstaklega litlu englanna minna :D
    Veit að þeim gengur pottþétt mjög vel...ekki annars að vænta hehe

    Heyrumst

    Kv. Solla

     
  • Þann 9:50 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Innilega til hamingju með bóndadaginn elsku pabbi og elsku Adam minn :)

    Eigiði góðan dag :)

    Kveðja,
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim