Stefán Sturla Sigurjónsson

10 janúar 2007

Umferðarmenning


Umferðarmenning tilheyrir vafalaust menningu í hverju landi, eða jafnvel landshluta, jafnvel bara borg, eða borgarhluta. En þessi menning er samt mest á ábyrgð hvers einstaklings sem í umferðinni er. Þessvegna verður þessi svokallaða umferðarmenning aldrei öðruvísi en hegðun þeirra einstaklinga sem í henni eru. Svæðisbundin hegðun hlýtur því að markast af þeirri fræðslu sem fram fer á hverjum stað. Þetta ætti að vera rökrétt. En er þetta rétt? Ég leifi mér að hallast að því að leiðbeiningar og önnur notkun hjálpartækja í umferðinni, s.s gangbrautarljósa, umferðarskilta etc. hafi miklu meiri áhrif en sjálf kennslan og markar hegðun einstaklinga. Því fleiri leiðbeinandi hjálpartæki því betra.

Hér í Vasa í Finnlandi eru fá hjálpartæki í umferðinni. Grunnregla umferðarlaganna, hægrirétturinn er látinn ráða að mestu. Í fyrstu fannst mér þetta afar skynsamlegt og góð aðferð til að halda hraðanum niðri. En þar skjátlaðist mér. Þetta hefur miklu víðtækari afleiðingar. T.d. hafa gangandi vegfarendur engan rétt, eða eru ölluheldur í stöðugri hættu í umferðinni. Vegna þess að bílstjórar þurfa að veita athygli umferðinni frá hægri og missa þannig af því "mómenti" að ath. hvort einhver bíð við gangbraut að jafnvel sé lagður af stað á gangbrautinni. Að vísu hefur þetta þær afleiðingar að gangandi vegfarendur í Vasaborg vita að þeir eru í stöðugri hættu í umferðinni og fara því ákaflega varlega og hleypa ekki börnum einum út í umferðina.

En þetta hefur fleiri afleiðingar. Ferðamenn eru ekki vanir þessari reglu lengur, því eiga þeir mjög erfitt og mikið er m óhöpp meðal þeirra í umferðinni á sumrin.

Ég er því algerlega sannfærður um að öll hjálpartæki, leiðbeiningar og lækkun hámarkshraða og hækkun ökuréttindaaldurs sé besta leiðin til að fækka slysum í umferðinni.

1 Ummæli:

  • Þann 12:45 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hæ pabbi minn

    Vildi bara kasta á þig kveðju...loksins erum við komin með netið heima þannig að nú getum við skypað :D

    Sakna ykkar og hafið það gott...koss til allra og knús til prinsins og prinsessunnar minnar.

    Kv. Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim