Hlutabréfa gullroði
Núna les maður afkomu stórfyrirtækja fyrir síðasta rekstrarár í blöðunum og furðar sig á öllum þessum tölum og milljónamilljörðum sem fólk talar um eins og peninga í stöðumæla við Laugarveginn. Nokia var að segja frá því að veltuaukning hafi verið gífurleg á síðasta ári, reyndar segir Olli-Pekka Kallasvuo framkvæmdarstjóri Nokia að þetta sé veltuaukningarmet á veltu fyrirtækisins. Reyndar er Nokia svo lang stærsta farsímaframleiðslufyrirtæki í heiminum að þau fyrir tæki sem eru númer tvö og þrjú ná ekki að framleiða það magn síma sem Nokia gerir. Enda er nú velta Nokia orðin meiri en ríkiskassans í Finnlandi. Allar þessar upphæðir eru svo svakalegar að maður á erfitt með að skilja hvaða verðmæti standi á bakvið þær. Þegar ég var yngri en ég er núna var mér sagt að viðskipti með verðbréf gætu aldrei verið undirstaða peningamarkaðarins. Nú er svo komið að verðbréf eru gullforði margra landa og baktrygging reksturs flestra fyrirtækja. Verðmæti verðbréfa er mjög sveiflukennt og getur hrunið á augnabliki, þess eru mörg dæmi í heiminum á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Verðbréf eru því mjög veik undirstaða og baktrygging. En á hinn veginn getur verið mjög arðbær fjárfesting, ég legg áherslu á getur, því auðvita getur hún ekki síður verið mjög vond fjárfesting. Hvað segir þetta allt okkur? Kannski það að vera á vaktinni svo að verðbréfahrunið sem varð á fjórða ártugi síðustu aldar endurtaki sig ekki. Það trúði því enginn þá að það gæti gerst. Samt gerðist það á einni nóttu. Þá tapa allir sem eiga verðbréf jafnt og þeir sem eiga skuldir öllu sínu, nema það standi eitthvað gullsígildi á bakvið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim