Stefán Sturla Sigurjónsson

24 janúar 2007

Munurinn á Jukka og Hannesi

Las í Hufvudstadsbladet í morgun að það er varað við tapi á rekstri flugfélagsins Finnair sl. ár. Ástæðan er sögð hátt olíuverð. En forstjórinn Jukka Hienonen lofar viðsnúningi fyrir næsta ár. Allt gott um þetta og vonandi hækka ekki fargjöldin því Jukka hefur hafnað alfarið hugmyndum Hannesar Smárasonar sem fyrir hönd FL Group sem á 22,4% í Finnair, þess efnis að lækka laun starfsfólks Finnair. Jukka segir að til þess að vera á toppnum verði að vera með toppstarfsfólk. Rosalega var ég glaður að lesa þetta. Vona að það verði viðsnúningu hjá Hannesi á árinu því hann veit manna best hvað há laun draga að sér gott fólk. Reyndar eins og hálaunastefna einkafyrirtæki á Íslandi. Hálaunastefnan sem ríkt hefur á hún ekki að draga að sér þá bestu??? Hefði haldið það. En hún á bara við um séra Jón alls ekki óbreytt Jón og Gunnu. Þar er nefnilega munurinn á Hannesi og Jukka. Ég held að Hannes og hans líkir á Íslandi fatta ekki að það er allt liðið sem skiptir máli. Og til að vera á toppnum til lengri tíma, þarf að horfa á alla þætti rekstursins, ekki bara hámarks gróða, sem oftar en ekki veikja undirstöðurnar til lengri tíma.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim