Stefán Sturla Sigurjónsson

07 febrúar 2007

Stutt úr bókinni ALINA


Hvar búa búálfar:

Þið haldið kannski að þetta séu bara gamlar sögur, það séu ekki til búálfar. En ef það voru til búálfar í gamladaga og í gömlum sögum, afhverju ættu þeir ekki að vera til í dag? Ég veit það er ljótt að plata, þess vegna verð ég að trúa ykkur fyrir því að álfar eru til, í öðrum heimi, ekki á öðrum stjörnum, því það er sami heimur og okkur, heldur öðrum heimi á okkar jörð. Sumir geta komist þangað, hugsið ykkur hvað það gæti verið skemmtilegt. Fólk heldur að búálfar búi í holum í veggjum húsanna, svona eins og mýs, en það er ekki rétt, þeir búa í húsunum rétt eins og við, bara í öðrum heimi, annari vídd. En álfarnir eiga auðvelt með að komist inní okkar heim, miklu auðveldara en fyrir mannfólkið að komast til þeirra.

Skaði skapvont tröll:

Þetta gerði Skaða þunglyndan. Hann vissi að nú yrði hann að finna uppá einhverju til að koma Barða fyrir kattanef. Hann varð verri og verri í skapinu og var það nógu slæmt fyrir. Þetta bitnaði allt á vesalings gnómunum. Skaði píndi þá, togaði í eyrun á þeim, togaði í axlaböndin þeirra og sleppti svo það small á berum líkamanum, sparkaði í þá, reif þá upp á skottinu og snéri þeim í hringi fyrir ofan höfuðið á sér eins og þyrluspöðum sleppti síðan svo þeir flugu yfir þveran hellinn og smullu í veggnum hinumegin. Já það var ekki gott að verða fyrir Skaða þegar hann var í svona skapi.

3 Ummæli:

  • Þann 1:13 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Jáh, skemmtilegur lestur :oD

     
  • Þann 6:16 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Úr væntanlegu meistaraverki sem gefið verður út um næstu jól, geri ég ráð fyrir ;)

     
  • Þann 6:34 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Jú, jú...

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim