Stefán Sturla Sigurjónsson

01 febrúar 2007

Fréttir af okkur

Af okkur er allt þetta fína að frétta. Hérna í Vasa er kominn finnskur vetur með frost, logni og snjó. Adam og Anna bæði byrjuð að skauta og ganga á gönguskíðum og eru dugleg að koma fullornaliðinu í æfingu. Verð að játa að það er erfitt að byrja aftur að skauta. Maður verður svo svakalega þreyttur í iljunum en læt mig hafa það... náttúrulega Íslendingur, með áherslu á ís og snjó, sem allir halda að sé nóg af á eyjunni í norðurhöfum. Hérna þykir það svo flott að vera frá víkingaeyjunni. En þegar ég segi að mér finnist víkingarnir hafi verið svoddan terroristar, fer glansinn af þeim, en vonandi ekki af Íslendingum nútímans. Heyri minnstakosti að það sé spenningur fyrir því að heimsækja landið.
Ég fer í dag á fund með Markusi Packalén leikhússtjóra að ganga frá samningi varðandi leikstjórn á Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ, sem verður frumsýnt í Vaasan Kaupunkinteatteri (Borgarleikhúsinu í Vasa) í apríl 2009. Við Markus og Petra ætlum að skipuleggja Íslenska menningarviku í kringum frumsýninguna. Allt er komið á fullt í þeim undirbúningi og frú Vigdís Finnbogadóttir verðu heiðursgestur og verndari hátíðarinnar. Vona auðvita að útrásarstrákarnir fjármagi hátíðina, eða Landsbanka fótboltakallarnir ýti nokkrum milljónamolum fram af borðina hjá sér um leið og þeir þurka af. Svo má náttúrulega alltaf leita til Menntamálaráðuneytisins, kannski það séu til peningar í menningu þar. Geri mér samnt ekki miklar vonir, nema Samfylkingin komist til valda.

1 Ummæli:

  • Þann 12:43 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    HEYR HEYR!

    Gott að heyra að þið njótið ykkar :D
    Menningarvika segiru....er ekki þá hægt að kynna ísl. fatahönnun hehe :)

    Bestu kveðjur og risaknús til allra

    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim