Stefán Sturla Sigurjónsson

08 mars 2007

Ef þú skilur hvað ég meina?

Hef stundum velt fyrir mér jafnréttismálum. Bara stundum, þetta er svo flókið allt saman og heimspekilegt. Í grunninn eiga allir að hafa samarétti til ALLS. Eða næstum því. Stundum eru sett lög um hverjir meiga... hvar meigi... og hvað meigi. Ég er á móti kynjamismunun, ég er á móti því að kirkjan sé á móti giftingum "sumra", ég er á móti launamisrétti. Það er fullt sem ég er á móti. Ég er líka hlynntur mörgu, t.d. banni við reykingum, evrunni, að meirihlutinn ráði, algeru banni við frekari skemmdum á náttúru Íslands og jöfnum rétti kynnjanna. Feministar berjast fyrir jöfnum rétti kynnjanna og vekja athyggli á ýmsum góðum baráttumálum. En stundum finnst mér baráttuaðferðir þeirra lélegar og lásí. Eins og þegar þau standa fyrir mótmælum fyrir utan staði sem halda fegurðarsamkeppnir. Lásí. Það eru jú keppendur sjálfir sem velja að taka þátt. Ég hef aldrei heyrt talað um að staðið sé að mótmælum fyrir utan kirkjur þegar fólk giftir sig. Ekki ástæða á Íslandi en víðast hvar annarsstaðar í heiminum breyta konur eftirnafni sínu til samræmis við eftir nafn maka sína, missa meira að segja ættarnafnið við það eitt að giftast og taka upp ættarnafn maka sín. Er þetta jafnrétti? Í dag er þetta val, meira að segja "má" karlinn taka upp eftirnafn konunnar. Það er vægast sagt afar sjaldgæft að það gerist. Sennilega vegna þess að margir eru sammála Birninum –vini mínum– að það séu bara "kellingar" sem gera svoleiðis eða laumu hommar sem er miklu verra. Hann segir nefnilega að það sé betra að vera það sem maður heldur að maður sé en að vera það sem maður heldur að maður sé ekki, ef þú skilur hvað hann meinar. Úffff... nú er ég tildæmis hættur að hugsa um jafnréttis mál í dag.

2 Ummæli:

  • Þann 1:24 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Karlremba

     
  • Þann 3:13 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hehehe ég get nú ekki annað en hlegið að þessu kommenti hér á undan... og það að kvitta ekki undir. En eins og stundum gerist þá er ég sammála þér gamli minn ;)
    kv.Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim