Stefán Sturla Sigurjónsson

19 febrúar 2007

Umgjörð söngvakeppninnar

Ég er einn af laumu aðdáendum Eurovision söngkeppninnar. Fylgist með en veit lítið, er einn af þeim sem veit ekkert og man lítið um keppnina en fæ “nostalgíu” atrenalín kikk þegar ég heyri gömlu og góðu lögin. Sem ég get yfirleitt ekki munað hvenær voru flutt eða hvað flytjandinn heitir. Rokkbönd koma og fara þýskarar alltaf að reyna að breyta keppninni og spekingar spá og spekúlera. Samt er þetta alltaf gamla góða söngkeppnin. Þó koma alltaf einhverjar bólur eins og búningarnir hjá Lordi, Páll Óskar sagði mér í fyrra að þetta væri ofsalega góð melódía þetta sigurlag þeirra... hvað hét það nú aftur... já alveg rétt Hard rock halelúja, minnir mig! Í öllufalli þá er þetta skemmtilegt sjónvarpsefni sem mjög margir horfa á. Svíar eru alveg einstaklega flottir. Þeir leggja mikið undir og gera alveg frábært og vandað sjónvarpsefni úr þessu. Umgjörðin glæsileg, leikmynd og flytjendur til fyrirmyndar. Svíar kunna þetta. Finnar eru að læra af þeim og umgjörðin orðin góð en flytjendur mjög misjafnir. En þar langt að baki eru svo Íslendingar, minnstakosti hvað varðar umgjörð undankeppninnar. Hún er lásí, eintóna og óspennandi. Sem gerir þetta að óspennandi sjónvarpsefni. Sjónvarpið er nefnilega líka fyrir augað annars er þetta útvarpsefni. Við eigum frábært tónlistarfólk sem leggur sig virkilega fram. En útlit keppninnar á Íslandi var aftan úr grárri forneskju, leikmyndin og lýsing, eitt það hallærislegasta sem ég hef séð. Hvar var metnaðurinn? Var þetta ekki sama sett og í fyrra? Komon... það er hægt að gera flott sjónrænt sett fyrir lítinn pening bara virkja á sér skallann. Hins vegar á þetta ekki að kosta lítinn pening, þetta er vinsælt sjónvarpsefni sem á að kosta. Eiki verður flottur í Helsinki... alvöru töffari og þekkir söngvakeppnina og veit...

2 Ummæli:

  • Þann 1:53 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Við fáum allaveganna 12 stig frá Noregi hehe.

    Kossar og knúsar til allra :oD

     
  • Þann 8:46 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Kallinn er lang flottastur.Frostpinninn í Finnlandi

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim