Stefán Sturla Sigurjónsson

28 febrúar 2007

Á skíðum skemmti ég mér...

Nú er sportfrí í skólum Finnlands. Þá fara allir á flug. Sumir til heitari landa aðrir í sportið. Við höfum verið dugleg í vetrarsportinu. Adam er byrjaður að renna sér á snjóbretti. Svo ganga þau á skíðum. Adam gekk þrjá kílómetra í gær og Anna einn og hálfan. Skautarnir notaði óspart enda er nóg um skautasvell í Finnlandi. Svo er rómantískt að fá sér smá labbitúr á ísilögðu hafinu seinnipart dagsins þegar sólin er að setjast og himinn er allur rauðglóandi. Ég búinn að fjárfesta í svigskíðum og byrjaður að æfa gömlu góðu takktana frá því í Bláfjöllum forðum. Geri samt ekki ráð fyrir að fara að keppa aftur, læt afkomendurna um það, ef þau vilja. Erum að gera okkur klár að fara út og ætlum að renna okkur í brekkum Öjberget. Þetta er þokkalega hár hóll. Góður fyrir okkur sem erum að byrja. Svo verður það bara Åre næsta ár.

2 Ummæli:

  • Þann 9:11 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Vá hljómar vel, að hafa svona fallegt vetrarveður.
    Hér er búið að vera vor í lofti, en á að farað snjóa næstu daga!

    Svo á laugard. förum við sandra á rosa rokktónleika í höllinni vúhú

    kv, solla

     
  • Þann 9:51 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Æði að heyra. Óska ykkur frábærra tónleika. Pabbi

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim