Stefán Sturla Sigurjónsson

01 apríl 2007

Vísir á framtíð barna okkar.


Loksins, loksins, loksins. Til hamingju Hafnfirðingar og allir íslendingar með kosningarnar um deiliskipulag við álverið í Straumsvík. Íbúalýðræðið virkt og loksins er lýðræðið látið ráða. Auðvita voru það kratar sem þorðu að leggja þetta mál í kosningu og leifa þjóðinni að taka ákvörðun um svo mikið og alvarlegt mál sem stækkun efnaverksmiðju er. Eins og fólk kannski man þá var það líka Samfylkingin sem lagði svokallaða flugvallarmálið í hendurnar á fólkinu í Reykjavík. Getur nokkur séð að sjálfstæðismenn eða hvað þá Framsóknarfokkurinn með sína hörðu stóriðjustefnu, mundu nokkurtíman leggja svona mál í þjóðaratkvæði? Ekki ég! Eða hvað ætli hefði orðið að Kárahnjúkaframkvæmdunum ef þessir flokkar hefðu hlítt kalli þjóðarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu? Einhverjum stæstu mistökum í sögu þjóðainnar. Vonandi eru þessar kosningar í Hafnarfirði vísir á vilja þjóðarinnar. Þjóðar sem treystir ekki stóriðjubrjálæðingum.
Engar fleiri orkuútsölur til glæpafyrirtækja.
Engar pólitískar ákvarðanir um að drekkja ám, vötnum, giljum og fossum hins fagra Íslands.
Engar eiturspúandi efnaverksmiður á Íslandi framtíðarinnar.
Kyotosamningurinn var ekki um að auka við útstreymi eyturefna til að uppfyllar staðla. Heldur til að draga úr útstreymi þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa farið þvert á stefnu samkomulagsins og aukið gífurlega á útstreymi þessara efna, vegna "hagstæðrar" úthlutunar á kvóta! Er nokkuð heimskara?
Til hamingju íslendingar að eiga foristumann eins og Lúðvík Geirsson.

1 Ummæli:

  • Þann 10:49 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    JESS

    Heyr heyr!
    Vorum líka ekkert smá ánægð með útkomuna í gærkvöldi.

    Lifi lýðræðið!

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim