Stefán Sturla Sigurjónsson

23 mars 2007

Tíminn alltaf að breytast

Tíminn er svo afstæður. Þegar maður virkilega þarf á honum að halda fær maður aldrei nóg af honum bara örfáar mínútur. En þegar þörfin er engin, virðist allt fullt af tíma, nóg til. Kannski svolítið eins og peningarnir, stundum nóg og stundum ekkert.
Tími barnanna er allt öðruvísi en þeirra fullorðnu og ég held að hann líði líka allt öðruvísu. Kannski sama klukkan en tíminn líður allt öðrvísi. Ég las einhvertíman grein eftir amerískan indíánahöfðingja. Hann sagði að maður ætti ekki að elta tímann, hann er, hvorki kemur eða fer.
Veit ekki hvort þetta er rétt því einmitt núna á að breyta klukkunni. Þannig að tíminn sem er núna verður ekki fyrr en eftir klukkutíma, samkvæmt speki indíánans. Já nú verður þriggjatíma munur á tímanum milli Íslands og Finnlands. Bara svona svo þið vitið það.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim