Stefán Sturla Sigurjónsson

21 maí 2007

Koma þeir sem koma vilja.

Vorið er komið og sumarið nálgast. Adam Thor á bara tvær vikur eftir í skólanum. Þá fara þau bæði í sumarfrí, Adam og Anna. Petra mun í sumar undirbúa og skrifa masterinn sem hún vonar að verði fullskrifaður fyrir áramót. Búið að vera mikið og strangt nám hjá henni í vetur. Ætlaði að fara í 30 eininga nám en klárar væntanlega rúmlega 40 einingar. Ég er að klára barnasögu sem bókaforlag pantaði. Í sumar geng ég frá leikriti fyrir mitt gamla leikfélag á Sauðárkróki, sem er búið að vera um þrjú ár að þróast í tölvunni minni. Einnig mun sumarið fara í að undirbúa verkefni vetrarins. Ég fer til Íslands í ágúst til að leikstýra á Sauðárkróki nýja verkinu sem heitir ALINA. Ef allt gengur eftir á bókin á að koma út sama dag og við frumsýnum, 20. okt. Allt hittir þetta á 20 ára afmæli mitt sem leikari. En ég mun síðan drífa mig aftur "heim". Þar bíður mín spennandi verkefni hjá Borgaleikhúsi Vasa. Nefnilega að leikstýra "Ofviðrinu" eftir W. Shekspeare á stóra sviðinu. Til að sjá um tónlistina hef ég fengið til liðs við mig Hilmar Örn Hilmarsson. Frumsýning á þessu frábæra ævintýri er áætluð 2. febrúar 2008.
Frístundirnar fara svo í að taka á móti ættingjum og vinum frá Íslandi, sigla um skerjagarðinn á Raisu og náttúrulega að dunda eitthvað í bústaðnum.

3 Ummæli:

  • Þann 1:40 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Elsku kútur frábært að heyra hvað allt er gott í útlandinu. Til hamingju með 20 árin þarna næsta haust... kannski maður kíki á Krókinn og skoði þetta, það eru jú komin 8 ár frá því að þú leikstýrðir mér þar...

    kv. Bóbó

     
  • Þann 2:37 e.h. , Blogger Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...

    Rosalega líður tíminn. Og þú kominn í fjöldaframleiðslu á börnum. Vertu velkominn Kúturinn minn.
    StStS

     
  • Þann 3:10 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Já nóg að gera hjá ykkur...það er nú gott.

    flottar nýju myndirnar og mér finnst báturinn svoooo flottur :oD
    ...en úff hvað ég sakna ykkar.

    Heyrumst

    Bestu kveðjur
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim