Réttur einstaklingsins!
Nýlega kom upp mál hér í Finnlandi þess efnis að þjónustufyrirtæki við eldriborgar hafði ekki sinnt skildu sinni á síðasta ári. Fyrirtækið var dæmt til að endurgreiða viðskiptavinum sínum til baka sem nemur 1000 evrum á mann. Þetta er um 90.000 krónur. Þetta er töluvert stór hópur sem fær þessa peninga svo sektin er mjög há fyrir fyritækið. Auðvita skipta þessir peningar gríðalega miklu máli, bæði fyrir fyrirtækið og einstaklingana sem fá bæturnar. Það sem mér finnst þó skipta mestu máli í er að þeir sem sinna eldriborgurum eru gerðir ábyrgir fyrir vinnu sinni. Ef satt er sem skrifað hefur verið um þjónustu við eldriborgara víða á Íslandi ætti að vera hægt að draga bæði ríki, sveitafélög og önnur þjónustufyrirtæki sem sinna eldriborgurum fyrir dóm vegna vanrækslu við viðskiptavini sína. Er ekki mál að linni? Er ekki rétt að virða þá sem eldri eru? Munum að við verðum flest gömul og þurfum þá á aðstoð að halda. Það er ótvíræður réttur einstaklingsins að líða vel á hvaða aldri sem hann er!
2 Ummæli:
Þann 12:59 f.h. , Nafnlaus sagði...
Það kom einmitt upp mál hérna fyrir stuttu þar sem um gömul hjón var að ræða.
Konan þurfti á aðstoð að halda og fékk pláss inná elliheimili, en þá var ekki pláss fyrir manninn hennar.
Hvað á áttræður maður að gera einn heima? Höfðu haft hvort annað, tvö "ein" í fleirri fleirri ár og nú voru þau aðskilin.
Þetta var svakalegt hneykslis mál, en nú eru þau saman. Ísland í dag fjallaði mikil um þetta mál og sökum þrýstings fengu þau saman inná heimilinu.
Þetta fær mann til að hugsa um öll þau hjón sem vilja eyða þeim ævidögum sem eftir eru saman, en neyðast til að vera aðskilin.....
Kv, Solla
Þann 12:29 e.h. , Nafnlaus sagði...
Já Sola mín þetta er ömurlegt. Hverjir eru það sem taka þessar ákvarðanir? Það eru þeir sem stjórna því í hvað sameginlegir peningar okkar fara. Áherslurnar eru til dæmis frekar á eftirlaun ráðherra en eldri þegna landsins.
Pabbi.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim