Stefán Sturla Sigurjónsson

17 maí 2007

Indisleg vika.

Síðasta vika var frábær. Solla kom til okkar þann 8. maí. Hvað við vorum búin að hlakka til. Prinsinn og prinsessan voru búin að telja niður mánuði vikur og daga og svo kom Solla. veðrið var gott vorveður, smá blástur fyrsta daginn svo í staðin fyrir að fara á Raisu (bátnum) útí skerjagarðinn og á veitingastað við Replotbrúnna, fórum við á bílnum. Replotbrúin er stolt Finna. Gríðarlegt mannvirki sem tengir Björkeyju við fastalandið. Við fórum síðan í smá siglingu þegar færi gafst. reyndar byrjaði það allt með smá klaufaskap kallsins. Kom ekki bátnum í gang. En það reddaðist með hjálp góðra manna. Þarftu bara að strjúka Raisu gömlu rétt. Svo flaug hún af stað. við skruppum til Helsinki og fengum okkur smá Eurovision söngvastemmingu sem var náttúrulega bara algerlega frábært. Þvílík hátíð á þeim bæ. Svo skemmdi það ekki heldur að sömu helgi keppti Finnland við Kanada í úrslitum um heimsmeistaratignina í íshokkí (get ekki kallað þessa íþróttagrein ÍSKNATTLEIK) en því miður töppuðu Finnar leiknum 4-2. Það voru skjáir og kynningartjöld um alla borgina og fleiriþúsund mans söfnuðust saman á torginu við dómkirkjuna í Helsinki til að horfa á risaskjái. Ekki einn heldur marga. Solla varð algerlega hugfanginn á markaðinum við höfnina og keypti æðislega fallega slá... og armband. Indíánarnir sem seldu henni það kölluðu hana prinsessu og hældu tattóinu hennar. Þá var Solla stolt... ég líka. Daginn eftir fórum við í bústaðinn í yndislegu veðri. Solla var sú eina sem fékk festing... litla vinkonu sem vildi ferðast með henni innanklæða. Ekkert hættulegt hérna norðurfrá en smá óþægilegt, sérstaklega þegar vinkonan byrjar að fá sér blóðsopa... Þann 14. maí var svo komið að því að Solla var keyrð út á flugvöll. Smá tár... en þannig eru kveðjustundir. Takk Solla mín, það var æðislegt að fá þig í heimsókn.

2 Ummæli:

  • Þann 7:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hvernig er með kallinn, er hann enginn vélstjóri?
    Kv
    Andrés

     
  • Þann 9:34 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ohh mig langar bara að koma aftur út til ykkar :)

    Takk þetta var alveg yndisleg vika og ótrúlega skemmtileg.
    Sakna ykkar, en nú líður ekki eins langur tími þar til við hittumst aftur :)

    Bestu kveðjur
    Solla

    p.s.
    sárið eftir festingin er að minnka, svo þetta var ekki neitt neitt :)

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim