Nýjasta leikfangið.
Langar til að deila með ykkur nýjasta leikfangi fjölskyldunnar. Báturinn heitir Rais-Sport 600 með 85 hestafla mótor og er tæplega kvartaldar gamall. Ekki búinn að ná besta aldri, langt frá því. Í sumar á semsagt að skemmta sér á sjónum. Gamall draumur kallsins að rætast. Að eiga skemmtibát. Til hvers er þetta blessaða líf ef maður hefur ekki gaman af því? Það eru allir velkomnir til okkar og fara í siglingu um finnska skerjagfarðinn í kringum Vasa. Hér er nefnilega mjög fallegt, bæði á sjó og á landi. Reyndar ætlum við að fara eitthvað út í buskann í kringum 4. júní á stórafmæli frúarinnar og smá afmæli kallsins. Solla kemur í næstu viku og pabbi og Dóra í lok júní. Þetta verður frábært sumar...
2 Ummæli:
Þann 2:46 f.h. , Nafnlaus sagði...
... og nú eru bara 6 DAGAR þangað til ég kem :oD
Hlakka svo til að sjá ykkur öll.
og nú get ég sagt "sjáumst" hihi
Þann 4:25 f.h. , Nafnlaus sagði...
Saell fraendi! :D
Jah, bara ef madur gaeti komid og kikt i heimsokn. Tad hugsa eg ad yrdi alveg super... bara seinna ;)
Hafid tad sem allra best! Bid kaerlega ad heilsa ykkur ollum! :D
Bestu kvedjur
-silja fraenka :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim