Að pressa samninga
Í bréfi leikarans Kjartans Guðjónssonar til félaga í FÍL kemur fram hversu við félarsmenn höfum verið blind gagnvart félaginu. Þar er enginn undanskilinn, hvorki formaður, stjórn né aðrir félagar. Alltaf hefur stéttavitund og krafa um að farið sé eftir gerðum samningu átt að koma frá einhverjum öðrum en okkur sjálfum og samstaðan verið lítil sem engin. Núna var það einn maður sem sagði ekki bara nei og létt sér það nægja, svo einhver annar leikari gæti þegið niðurlægandi verktakalaun. Nei loks stóð ungur kraftmikill leikari upp og hélt áfram með málið (reyndar legg ég til að GPH taki hið fyrsta við formennsku í FÍL).
„En ég verð að spyrja? Annað hvort eru til samningar eða ekki. Ef Saga film er að brjóta samninga , af hverju fer þá ekki Fíl í mál við þá?“ skrifar KG.
Hann og aðrir sem skýla sér á bak við þetta eiga að vita að verktakasamningar eru samningar milli einstaklinga og vinnuveitenda. Því getur félagið ekki beitt sér gagnvart vinnuveitandanum. En öðru máli gegnir um verksalan. Sem félagar í FÍL höfum við undirgengist lög þess og reglur. Þar sem ein reglan kveður á um að ekki sé heimilt að þiggja laun sem eru lægri en félagið hefur samið um. Að setja síðan kröfuna á félagið um málsókn vegna verktakasamninga er vægast sagt á láguplani. Ég hvet því KG og aðra félaga í FÍL að ætta að gera verktakasamninga og gera framvegis launþegasamninga svo stjórn félagsins geti beitt sér gagnvart vinnuveitendum. Það yrði mjög stórt spor og hefði meiri áhrif á launaumslög félagsmanna en flestir gera sér grein fyrir.
„En ég verð að spyrja? Annað hvort eru til samningar eða ekki. Ef Saga film er að brjóta samninga , af hverju fer þá ekki Fíl í mál við þá?“ skrifar KG.
Hann og aðrir sem skýla sér á bak við þetta eiga að vita að verktakasamningar eru samningar milli einstaklinga og vinnuveitenda. Því getur félagið ekki beitt sér gagnvart vinnuveitandanum. En öðru máli gegnir um verksalan. Sem félagar í FÍL höfum við undirgengist lög þess og reglur. Þar sem ein reglan kveður á um að ekki sé heimilt að þiggja laun sem eru lægri en félagið hefur samið um. Að setja síðan kröfuna á félagið um málsókn vegna verktakasamninga er vægast sagt á láguplani. Ég hvet því KG og aðra félaga í FÍL að ætta að gera verktakasamninga og gera framvegis launþegasamninga svo stjórn félagsins geti beitt sér gagnvart vinnuveitendum. Það yrði mjög stórt spor og hefði meiri áhrif á launaumslög félagsmanna en flestir gera sér grein fyrir.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim