Raisa komin á sjó
Halló, halló.
Raisa (báturinn okkar) loks sjósettur og fjölskyldan farin að skoða skerjagarðinn við Vasa frá sjó. Fullt af eyjum og skerjum. Fallegir staðir með grillum og svoleiðis þar sem hægt er að fara í land og njóta... þið vitið náttúrunnar og kyrðarinnar. Synda í sjónum. Já og veiða náttúrulega. Bara gaman. Svo eru flott veitingahús sem taka á móti bátafólki. Reyndar fer þetta ekki að fullu í gang fyrr en í júní. Bara æfa sig og skoða þangað til.
Svo kemur Solla mín á morgun. Hér bíða allir spenntir. Prinsinn og prinsessan ætla bæði að sova hjá Sollu. Reyndar hvort í sínu rúmi og herbergi. Þetta verður þá væntanlega hvíld fyrir foreldrana sem fá hvíld frá litlum hnoðurum, sem koma skríðandi uppí.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim