Stefán Sturla Sigurjónsson

05 júní 2007

Afmælishelgi

Indislegri helgi lokið. Við hjúin áttum samtals 88 ára afmæli. Petra fyllti 40 árin og ég átti afganginn. Já góðir hálsar við eigum afmæli sama dag, fjórða júní. Alla okkar sambúð hefur þessi dagur verið sérstakur. AÐVITAÐ... En núna var hann ennþá ...magnaðri. Sólin og sumarið í Finnlandi skartar sínu fegursta og rósin hún Petra aldrei fallegri. Deginum eyddum við í "pikknik" ferð með prinsinum og prinsessunni. Matur, sól, leikir og hlegið. Í gær var fjölskylduboð, síðan sigling um skerjagarðinn. Svo ætlar Petra að vera með kvennakvöld í júlí. Þegar allar vinkonurnar eru komnar í frí. Gæti trúað að það verði mikið hlegi og mikið fjör. Þetta er jú fyrsta afmælisveislan sem Petra heldur upp á hér í Finnlandi í ein ellefu á, eða eru þau tólf? Kæru vinir takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar.

2 Ummæli:

  • Þann 7:43 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ju til lukku, kaeru astarpungar!
    Gott ad heyra ad tid hafid att godan dag! :*
    Hafid tad sem allra best!!
    Bestu kvedjur
    Silja fraenka :)

     
  • Þann 7:38 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ohh vildi óskað við hefðum getað verið hjá ykkur á þessum frábæra degi....
    Vorum þar,,,bara í anda :)

    Bestu kveðjur frá "holtinu"

    p.s.
    fær mar ekki að sjá petru í nýja kjólnum fljótlega?

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim