Stefán Sturla Sigurjónsson

09 júlí 2007

Ævintýraferð á Raisu

Ég fór í fyrstu löngu siglinguna á Raisu um helgina. Frá Vasa til Molpe, um það bil einn og hálfurklukkutími. Það var talsverður blástur en megnið af leiðinni var ég á lensinu. Það var ekki mikil umferð. Var samt hissa að mæta smábátum... eins og Raisa sé einhvert tröll... á leið til lands frá eyjunum í skerjagarðinum. Sumir með tvo þrjá krakka um borð. Bátarnir gengu ekkert og gaf yfir þá. Ég fór einn á Raisu með nýja siglingakortið. Hef aldrei farið þessa ferð áður og svolítið erfitt á átta sig á eyjunum og skerjunum. Var ekki beint að reikna út siglingaleiðina fór þetta meira eftir auganu og reynslunni. hélt mig þó nær eyjunum og svolítið í meira vari en kortið mælir með. Það var minni vindur þar. Þurfti því að vera vakandi fyrir merktum og ómerktum steinum og skerjum. Allt gekk eins og í sögu þangað til ég átti um tvöhundruð metra eftir að höfninni í Molpa... þá varð Raisa bensínlaus. Fyrst hélt ég að mótorinn hefði bara drepið á sér, en sannleikurinn kom fljótt í ljós. BENSÍNLAUS. Ég hafði sem sagt misreiknað eyðsluna. Ég var auðvita með fullan tank þegar ég lagði af stað. Sá tankur er bara of lítill. Fer í dag og kaupi stærri bensíntank. Hvernig komst ég í land? Það eru ekki árar í Raisu. Vindurinn var mikill og stóð beint á landið... sem betur fer... Raisa rak beint að bryggjunni. Ég var með veiðistöngina um borð og kastaði bara á nokkra abbora með Raisa rak.

2 Ummæli:

 • Þann 8:25 e.h. , Anonymous solla sagði...

  ahahahaha bensínlaus...það sem gerist ekki með Raisu? hehe

  En þetta hefur nú verið meira ævintýrið, hefði verið gaman að koma með.

  Og jú hún er nú algert tröll hehe, enginn SMÁ bátur ;)

  Farið vel með ykkur
  Sjáumst

  Kveðja
  Solla og Hafór

   
 • Þann 4:14 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

  Hehe alltaf gaman að lenda í smá ævintýrum :)

  kveðja frá Krít
  Sandra

   

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim