Stefán Sturla Sigurjónsson

03 júlí 2007

Aida og annað skemmtilegt

Af okkur er allt gott að frétta. Ég er byrjaður að undirbúa mig fyrir haustið og veturinn. Tvö stór leikstjórnarverkefni á næstu sex mánuðum. Svo erum við Petra að vinna tvo 45 mínútna útvarpsþætti fyrir RUV. Þeir fjalla um Finnland og verða fluttir á Rás 1 í ágúst. Við verðum að mestu leiti í Molpa næstu tvær til þrjár vikurnar og vinnum þar. Petra er að skrifa masterinn og gengur vel... held ég. Adam Thor og Anna Alina dafna og eru svo ótrúlega dugleg og skemmtileg. Í dag erum við í Vasa. Adam fer í afmæli til Malte skólabróður síns. Þar hittir hann félagana frá því í vetur.
Boggi kemur frá Borgå í dag. Við ætlum til Karleby á morgun að sjá óperuna Aidu sem flutt er þar í útileikhúsi. Það er ca. tveggjatíma akstur norður í Karleby. Boggi er með verkefni í gangi í Borgå sem er að setja upp óperu þar næsta sumar. Gera ópuruna aðgengilega fyrir almenning. Þannig að ekki þurfi að vera uppstrílaður í kjól og kvítt í uppnefjuðu óperuhúsi til að sjá og heyra fallega flutta óperu. Ákaflega göfugt og gengur eins og eldur um sinu á norðurlöndunum núna.
Já það er sem sagt bara allt gott af okkur að frétta hér í sumarsælunni og 25-30 gráðu hitanum. Leikum okkur þegar tími gefst... sem við reynum að sé sem oftast... á bátnum og förum á ströndina eða í bústaðinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim