Stefán Sturla Sigurjónsson

12 júní 2007

Flottur...

Í gær fór prins Adam Thor á sína fyrstu fótboltaæfingu með Vasa IFK. Prinsinn er náttúrulega búinn að spila fótbolta frá fæðingu. Enn aldrei meira en í vetur. Einka æfingar með pabba sínum og fótbolta í skólanum í öllum frímínútum. Æfingin í gær gekk vel og pilturinn í skýjunum. Ég gat ekki betur séð en að hann hafi mjög góða knattmeðferð og sérlega gott auga fyrir staðsetningum. Enda hrósaði þjálfarinn honum og benti hinum strákunum á að staðsetja sig eins og Adam... stoltur pabbi. Finnur frændi hefur haldið Adam við efnið og kennt honum að halda með Tottenham... sem er ekkert sérstakt. Búningurinn sem prinsinn er í á myndinni er jólagjöf frá Finni frænda. Þetta er náttúrulega miklu betra lið og gott að prinsinum sé beint í þessa átt. Í vetur hefur Adam spilað PS2 leikinn FIFA 07. Þar lærir hann reglurnar og leikskipulag. Hann þekkir orðið flesta toppleikmenn Európu og gott betur. Ótrúlega flottur leikur og gott kennslugagn fyrir litla fótboltahausa.
Í dag 12. júní á stóristrákurinn hans Finns frænda afmæli...

Hann á afmæli í dag... hann á afmæli í dag... hann á afmæli hann Heiðar... hann á afmæli í dag.

Við öllu hér í Vasa ósku þér til hamingju með daginn kæri frændi.

1 Ummæli:

  • Þann 1:10 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ohh lang sætastur prinsinn minn.
    Skemmtilegar nýju myndirnar....prinsessan bara í nýjum rólum :D

    Kossar og knús
    Solla sys

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim