Stefán Sturla Sigurjónsson

18 júní 2007

17. júní...

17. júní liðinn. Skrítinn dagur. Kannski enginn sérstakur hátíðardagur og þó... Sumir fara í bæinn eða í bústaðinn, aðrir fara eitthvað annað. Í flestum borgum og bæjum eru einhver hátíðarhöld. Ræður, skemmtiatriði og einhverjum listamönnum klappað á bakið og fá listamannsnafnbótina viðurkennda. Riddarakrossin hengdur á nokkra riddara. Flestir hafa bara unnið vinnuna sína sómasamlega. Þó leynist alltaf ein og ein hvunndagshetja í hópnum. Það er vel. Hér í Finnlandi vissi náttúruleg enginn af þessum sérstaka degi íslendinga. Ekki fánar á strætó eða flaggað annarsstaðar. Engin skemmtiatriði. Íslendingafélagið í Helsinki hóaði saman nokkrum liðsmönnum og héldu uppá daginn. Vona að það hafi verið gaman hjá þeim. Hjá okkur hér í Vasa leið dagurinn nánast eins og hver annar skemmtilegur hversdagur. Við fórum þó á góðan veitingastað og splæstum á okkur hátíðarkvöldverði í tilefni dagsins.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim