Stefán Sturla Sigurjónsson

30 júní 2007

Afi litli og amma Dóra

Þann 20. júní komu afi litli og amma Dóra í heimsókn til okkar. Þau voru hjá okkur til 29. júní. Við fórum í kaffihúsaferð á Raisu (bátnum okkar) út að Replotbrú í góðu veðri. Í Molpe var setið út á verönd í 25 stiga hita. Sátum aðeins of lengi. Því þegar fer að skyggja koma mýflugurnar. Auðvita narta þessar elskur í manneskjurnar, eftir smá blóðdropa. Flestir finna lítið sem ekkaert af þessu. En svo er aldeilis ekki með ömmu Dóru. Hún er með blátt blóð, eins og aðrar drottningar. Hún stokkblógnaði eftir eina stunguna á fæti og fékk stórt ljótt sár. Þetta gréri auðvita, en það var ótrúlegt að sjá hvað ein smá stunga getur gert. Við nutum þess að vera saman, fórum m.a. á söfn og veitingastaði. Síðasta daginn fórum við í siglingu með gamalli skútu sem byggð var fyrir 150 árum til að flytja póst á milli Finnlands og Svíþjóðar. Þetta var tveggja tíma ferð. Siglt frá landi með mótorafli en síðan með fullum seglum til lands. Ótrúleg upplifun. En nú erum afi litli og amma Dóra farin til Íslands og við söknum þeirra. Þetta var yndislegur tími fyrir okkur öllu.

1 Ummæli:

  • Þann 7:38 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Æj greyið amma :(

    Veivei æðislegar myndir ;)
    Afhv. get ég ekki vistað þær? eins og þær séu læstar....verður maður að kaupa aðgang heheh


    Koss koss

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim