Stefán Sturla Sigurjónsson

27 júlí 2007

Sælan

Langt síðan ég skrifaði og mikið verið að gera. Adam búinn á sundnámskeiðinu og myndir á myndasíðunni undir sumar 2007 þar má sjá prinnsinn og prinsessuna á ströndinni í Molpe. Reyndar hefur ekki verið neitt sérstakt veður í sumar bara um 20 stiga hiti að jafnaði þótt við séum búin að fá marga virkilega góða og heita daga þá er þetta ekki venjulega sumarið og þess vegna ekkert sérstakt miðað við Finnland. en samt miklu betra en maður á að venjast á Íslandi. Já semsagt Adam tók fullt af merkjum, eins og sundstigin heita hérna. Hann alveg að rifna úr stolti og foreldrarnir með. Anna svakalega dugleg á ströndinni og ekki vitund hrædd við vatnið... Ég hef bara verið með eitt vatnshrætt barn og það var hún Sandra mín sem núna stundar köfun í hjáverkum...

Stutt í að ég haldi á vit íslendinga, alla leið norður á Sauðárkrók að setja upp leikritið Alínu eftir undirritaðan. Sömu helgi verður útvarpað fyrsta þætti af tveimur sem ég gerði um Finnland. RUV sendir þessa þætti út undir nafninu "Grannar okkar". Það eru þáttastjórnendur frá öllum norðurlöndunum með tvo þætti og frjálsar hendur. Þetta var virkilega gaman.

Svo er það nýji fjölskyldumeðlimurinn... sjá myndina. Já hún er sæt og heitir Loppa, er angórublendingur og 4 vikna gömul. Kom til okkar í gær. Fyrst um sinn verður hún í Molpe hjá mormor og morfar. Þá erum við orðin fimm í heimili.

3 Ummæli:

  • Þann 4:06 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    ohh þið eruð sko lang sætust!!

    elsku Adam minn, innilega til hamingju elsku prinsinn minn :)

    Og anna svo dugleg á stökkpallinum líka ;)

    Svo bara komin kisa....LOKSINS! hehe ótrúlega sæt.

    Jæja bestu kveðjur til allra

    p.s.
    ég er kannski að komast í umboðssölu í verslunina Fígúru á skólavörðustígnum ;) Allt á vinnslu stigi,,,,svo í haust ætla ég jafnvel að taka þátt í hönnunarkeppni...svo það er allt að gerast...eins og alltaf hehe

    Kv, solla

     
  • Þann 7:28 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Æðislega er hún Loppa sæt.... Loksins fékk Petra kisuna sína :)

    Já Adam og Anna meiga sko vera fegin að vera ekki vatnshrædd... Solla bað um að við færum í vatnsleikjagarðinn hér í Chania og ég þarf hreinlega að beita mig hörku ef ég á að fara með henni í rennibrautirnar... og ég er að verða 24 ára!!! :)

    Hlakka til að hitta ykkur í haust

    Sandra

     
  • Þann 12:27 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Solla mín þú ert alveg frábær... Ég veit að þú átt eftir að spjara þig.
    Sandra ef þú getur kafað á eftir fiskum með nánast bundið fyrir munninn þá er ekkert að renna sér á renniblautri-braut... eða þannig.
    Pabbi

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim