Stefán Sturla Sigurjónsson

09 ágúst 2007

Allt að fara í fastar skorður

Halló. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sá duglegasti á blogginu... allavega ekki nú í sumar. Enda á maður ekki að vera bundinn inni við að blogga. Af okkur er hins vegar allt gott að frétta. Petra fór um síðustu helgi til Tallin á Spa hótel... Þetta var ferð sem ég gaf henni í fertugs afmælisgjöf. Til baka kom hún söltuð og pæklið, nudduð og klippt. Geyslandi fögur... eins og hún er alltaf. Undanfarna daga hafa hitametin fallið hérna í Vasa og í Molpa þar sem sumarhúsið og báturinn eru. Það hefur því verið mikið synt og legið á ströndinni. Þetta er kannski ekki alveg það sem ég hef nennu í svo ég tók að mér að smíða verönd fyrir vinafólk okkar. Hér eins og víða annarstaðar á norðurlöndum er vonlaust að fá iðnaðarmenn á sumrin. Adam orðinn svarbrúnn og Anna dökkbrún líka. Hélt að hún yrði ekki svona brún. Gullinstjarnan mín er með svo ljósa húð eins og Sandra. hönnuðurinn hún Solla komin með flíkurnar sínar í umboðsölu á Skólavörðustíginn. Þetta er hörku fólk "börnin mín".
Vika þangað til ég flýg til Íslands og þá fer allt í gang. Sandra kemur sama dag úr 40 stiga hitanum í Miðjarðarhafinu. Þar sem hún hefur stundað köfun... og smá ferðaþjónustu... kannski á þetta að vera á hinn veginn? Já haustið að koma og þá fer allt lífið í aðra og fastari skorður. Skólar og leikskólar að byrja. Menningarnótt í Vasaborg í dag og kvöld og leikhúsið að fara á fullt. Hlakka til að koma til Íslands og taka dans með Leikfélagi Sauðárkróks og hitta börn ættingja og vini.

1 Ummæli:

  • Þann 2:43 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hlakka til að hitta þig elsku pabbi...
    Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim