Stefán Sturla Sigurjónsson

08 september 2007

Réttir og nostalgía

Ég veit... ég er ekki mesti bloggari allra tíma... hef heldur ekki stefnt að því. Þetta er bara svona lítil fréttaveita fyrir vini og fjölskyldumeðlimi. Langt síðan eg hef verið í sveitinn svona lengi. Og nú er skemmtilegur tími að hefjast. RÉTTIR. Hlakka til að fara i réttir. Fjárréttir um helgina... já og næstu fjórar helgar. Hrossaréttir í Laufskálarétt 29. september, þangað hef ég ekki farið í ein fimmtán ár.

Það gengur vel í leikhúsinu. Núna eru sex vikur í frumsýningu og leikmyndin er að mestu komin upp. Saumakonurnr komnar á fullt að sauma og laga búninga sem ég stefni á að verði algerlega tilbúnir um mánaðarmótin.

Það er gaman að hitta gamla kunningja á götuhorni og ræða veðrið, menninguna og stefnuleysi bæjaryfirvalda í sveitafélaginu Skagafjörður. Þessum stað þar sem menningartengd ferðaþjónusta gæti blómstrað. En í þessari paradís er fullt af smá kóngum sem geta varla unnið saman. "Það þarf alvöru stjórnanda í bæjarstjórastólinn, ekki hámenntaðan skrifstofukall sem kann bara að sytja á fundum. Stjórnanda sem skilur og skynjar og þorir að taka ákvarðanir án þess að sytja á fundum", sagði einn gömlu félaganna fyrir utan Bifröst í gær.

Svo ríð ég út á dagin... þegar veður leyfir í þessari paradís norðursins, þar sem sólin sest á bakvið Drangey og rís þaðan aftur eins og leyftrandi eldhnöttur í minningu Grettis, eða var það kannski í minningu Hólabiskups. Ég veit það ekki sögurnar eru svo magnaðar. Já ég ríð út á skagfirsku hestakyni sem er líklega heimsfrægasta íslenska hestakyn i heimi á söguslóðum. Bara í Þýskalandi eru um 20 þúsund meðlimir í íslenskum hestamannafélögum sem dreymir um að koma og ríða um skagfirskar grundir mili hárra fjalla og sjá sólsetrið.

Þessi fjörður sem býður uppá svo mikið... og þeir vilja virkja og fá stóriðju... hvað er að fólki?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim