Stefán Sturla Sigurjónsson

31 ágúst 2007

Fjör um helgina.

Þá er ég búinn að vera í tíu daga á Íslandi. Tíminn flýgur. Bara mánuður í að Petra komi og Adam og Anna með. Þá verður fjör. Ég er búinn að kynnast leikhópnum sem ætlar að leika í uppsetningunni á Alínu á Króknum. Þetta er blanda af eldri reyndum og ungum reyndum og óreyndum áhugaleikurum. Mér sýnist að hópurinn sé góður. Í gær fengu þau að vita hlutverkaskipan og svo byrjum við að æfa á fullu á mánudaginn. Um helgina verð ég í Reykjavík. Solla er að sýna fötin sín á hönnunarmóti í Laugardalshöllinni, Sandra er módelið hennar. Á sunnudaginn vinn ég svo með Hilmari Erni í tónlistinni fyrir Ofviðrið. Við Sandra Björg verðum svo í samfloti norður á mánudaginn. Hún á nýja bílnum sínum og ég á Fífí.

1 Ummæli:

 • Þann 12:02 f.h. , Anonymous solla sagði...

  ohh hlakka svo til að hitta petru, adam og önnu.....get ekki beðið!!

  Takk fyrir helgina :D

  Þín
  Solla

   

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim