Krafla og Jói
Hérna fyrir norðan... á Sauðárkróki er rokk og rigning. Allir tala um frábært sumar en eftir að ég kom til Íslands hefur bara blásið og rignt... eða þannig. Ég var í Reykjavík um helgina og fór á frábæra sýningu þar sem stóru stelpurnar mínar unnu saman. Solla hannaði glæsilegan sixtís kjól og ekki síðri jakka. Sandra var svo lang glæsilegasta sýningarstúlkan, ég er ekki hlutdrægur. Kjóllinn og jakkinn eru til sölu hjá Sollu.
En héðan af Króknum er elstu fréttirnar þær að kallinn hann Jói er búinn að vera ansi veikur undanfarið og í gær var hann lagður inn á spítala. Þar verður hann væntanlega í nokkra daga meðan verið er að koma ballans á vökvann.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim