Stefán Sturla Sigurjónsson

01 nóvember 2007

Virðing, vinátta og jafnrétti


Íslenska samfélagið er allt að fjalla um bókina um tíu litla negrastráka. Í upphafi fannst mér þetta stormur í vatnsglasi. Vitleysa sem hlyti að rjátlast af einn hugsjúkri kellu. Þetta væri bara bók eins og hver önnur bók með vísum og myndum sem allir krakkar ættu rétt á að lesa eða heyra lesnar. Rétt eins og aðrar bækur um hvít, gul eða rauð börn. Ég sá ekki kjarnan og hinn falda áróður sem falinn er í framsetningu þessarar bókar. Eftir að ég las grein borgarstjórabróðursins og hlustaði á skýringar Godds í Sjónvarpinu í gær, er ég mun upplýstari og furða mig á að hafa ekki séð þann ljóta boðskap sem fylgir þessari bók. Svei mér þá ef ég mundi ekki henda bókinni væri hún til á mínu heimili. Hún er klárlega bók síns tíma með ljótan og afskræmdan áróður. Samfélag manna byggist á virðingu, vináttu og jafnrétti.

2 Ummæli:

  • Þann 12:19 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hæ hæ elsku pabbi,
    Ég er sammála þér að vissu leiti. Þessi bók er alls ekki barnabók og vissulega bók síns tíma. Engu að síður er þetta nokkuð merkileg bók með myndum eftir merkan mann.
    Þess vegna finnst mér forsvaranlegt að gefa hana út aftur, hún á bara ekki heima í hillum barnabóka heldur frekar pólitísku deildinni eins og einhver góður maður sagði í sjónvarpinu um daginn.

    Kossar og knús
    Sandra

     
  • Þann 12:27 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ég get eiginlega ekki verið sammála að þetta sé merkilegar myndir. Þetta eru skopstælingar á Amerískri útfærslu á heimskum svertingjum sem líta næstum út eins og rottur. Ljótar myndir með niðurlægjandi vísan. Þar af leiðandi ekkert merkilegar.
    Pabbi

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim