Þau eru að koma...
Nú er ég hættur að sofa á nætturnar... það er svo stutt þangað til Petra kemur með Adam og Önnu til Íslands. Eftirvæntingin alveg að fara með mig... eða þannig. Þau lenda í Keflavík á þriðjudaginn klukkan 15:25. Þá verður knúsast. Já ég fer suður á þriðjdaginn til að taka á móti þeim og sækja sendiferðabílinn. Keypti sem sagt vinnubíl Hyundai H100 langan. Það á svo að fylla hann af bókakössum og því sem við eigum enþá í geymslu á Íslandi. Setja bílinn í gám sem verður fluttur til Svíþjóðar og svo keyri ég til Finnlands. Þið haldið kannski að ég sé alveg að tapa mér... en svo er ekki... alveg. Það margborgar sig að gera þetta svona, en ekki leigja gám. Það munar einhverjum hundraðþúsundköllum. Ég á hins vegar Fíat Marea 2000cc Weekend árg. 1998 frábæran langbak. Þetta er litli bróðir Ferrari. Ef þú veist um einhvern sem vantar svona góðan vinnubíl, skólabíl eða bara fyrir fjölskylduna þá er Fífí til sölu á 120 þúsund kall. Bílasalar setja á hann 300 þúsund. Skoða öll skipti.
Um helgina eru Laufskálaréttir og í kvöld 29. sept. er stórsýning í reiðhöllinni. Þangað ætlum við Sandra og svo auðvita í Laufskálaréttirnar á morgun.
Um helgina eru Laufskálaréttir og í kvöld 29. sept. er stórsýning í reiðhöllinni. Þangað ætlum við Sandra og svo auðvita í Laufskálaréttirnar á morgun.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim