Örn bjargaði kvöldinu
Við Sandra fórum í gærkvöldi á sýninguna í Reiðhöllinn, á Sauðárkróki. Það var algerlega troðfullt og setið í stólaröðum fram á mitt sýningargólfið. Það var alveg greinilegt að enginn metnaður var lagður í þetta kvöld, ENGINN. Fyrir hlé sem var bæði langdregið og illa unnið var fyrst heimsmeistarinn Þórarinn heiðraður. Hann reið í hreinum reiðfötum, þó ekki prúðbúinn, berbakt fyrst með fatlaðan son sinn og síðan kornunga dóttur sem veifaði áhorfendum. Hún var eins og lítill engill og skemmti fólki með þessu. Annars var þetta hallærislegt, tilkomulítið og ekki minnsti vottur af hátíðleika yfir þessu atriði. Næst kom atriði sem kallað var "Gæðingar í góðum höndum". Flottir hestar en eini knapinn sem bar virðingu fyrir þessari sýningu og mætti prúðbúinn í sparifötunum með bindi var Magnús Bragi á Kúskerpi, reyndar eini knapinn sem mætti á staðinn uppákæddur. Að lokum var svo skeiðkeppni. Þangað mætti td. einn knapinn í appelsýnugulum vindjakka en flestir í bara tamningafötunum sýnum, þó hreinum. Úti var blautt eftir rigningu fyrr um daginn, logn og frábært veður. Eftir hlé komu skemmtikraftarnir Örn Árnason og Óskar Pétursson, ekki á hestum. Þeir voru algerlega frábærir. En mér finnst að tveir skemmtikraftar eigi ekki að halda uppi reiðhallarsýningu, skemmtikraftar á svona stað eru uppfylling, ekki aðalatriði. Þetta var það besta sem ég hef séð Örn gera lengi og Óskar klikkar ekki. Hins vegar bíður hljóðkerfið í salnum ekki uppá að setið sé langt út á sýningargólfi. Illa skildist í hvað fram fór á sviðinu fyrir bergmálinu í salnum. En sem reiðhallarsýning, sýning á gæðingum Skagafjarðar og íslenska hestinum, var þessi sýning léleg og langdregin og ákaflega illa að þessu peningaplokki staðið, þar sem öllu virtist skipta að troða í höllina en engu að sýningin væri áferðafalleg og samstillt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim