Frumsýning á laugardaginn
Hvað þessi tími líður hratt. Ég búinn að vera í sjö vikur á klakanum. Það er bara að koma að frumsýningu og útgáfu á bókinni "Alína Tönnin og töframátturinn". Sem sagt nk. laugardag klukkan 17:00 í Bifröst á Króknum. Svo verður vonandi eitthvert útgáfuteiti. Petra og krakkarnir komu til landsins í byrjun mánaðarins. Petra er bara lang flottust. Þau eru í Reykjavík núna að hitta vini. Koma á morgun aftur norður.
Vinnan við uppsetninguna hefur gengið bara nokkuð vel. Allt svona nokkurn vegin eins og alltaf... á síðustu stundu. Það virðis vera lenska hjá klakverjum að geyma til morguns það sem mögulega er hægt að geyma... eða þannig.
Af þeim gömlu hérna á Króknum er það helst að frétta að Jói kallinn er búinn aðvera mjög veikur undanfarið hann er á Landsspítalanum, búinn að vera þar í þrjár vikur og verður eitthvað áfram. Þetta er ósköp erfitt, sérstaklega fyrir mömmu.
Já og Finnur hættur... hjá Ris allso. Urðu einhverjar ristruflanir hjá honum. Bara að þetta verði ekki langvarandi hjá kall greyinu... það getur haft svo víðtæk áhrif. Hlakka til að hitta þá sem koma og samgleðjast með mér á laugardaginn. Verð bara fúll út í hina... Kem svo til Reykjavíkur á sunnudagskvöld og fer út þann 1. nóvember.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim